Stytt þingskjöl 126. þings, 2000–2001

Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.

Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.

Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.

Þingskjölunum er raðað eftir þingskjalaröð.

SKRÁ YFIR STYTT ÞINGSKJÖL á 126. löggjafarþingi 2000–2001.

 

  • Þingskjal 5 [5. mál] þingmannatillaga. Stofnun Snæfellsþjóðgarðs. 
  • Þingskjal 6 [6. mál] þingmannatillaga. Afnám skattleysissvæða. 
  • Þingskjal 7 [7. mál] þingmannatillaga. Endurskoðun viðskiptabanns á Írak. 
  • Þingskjal 9 [9. mál] þingmannatillaga. Tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins. 
  • Þingskjal 10 [ 10. mál] þingmannatillaga. Aðlögunarstuðningur við lífrænan landbúnað.
  • Þingskjal 16 [16. mál] þingmannatillaga. Tóbaksverð og vísitala. 
  • Þingskjal 79 [79. mál] þingmannatillaga. Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar. 
  • Þingskjal 336 [298. mál] þingmannafrumvarp. Búfjárhald og forðagæsla o.fl. 
  • Þingskjal 366 [156. mál] stöðuskjal. Fjáraukalög 2000. 
  • Þingskjal 410 [325. mál] þingmannatillaga. Ofbeldisdýrkun og framboð ofbeldisefnis. 
  • Þingskjal 411 [326. mál] þingmannafrumvarp. Vopnalög. 
  • Þingskjal 421 [1. mál] stöðuskjal. Fjárlög 2001. 
  • Þingskjal 435 [156. mál] lög. Fjáraukalög 2000. 
  • Þingskjal 489 [1. mál] lög. Fjárlög 2001. 
  • Þingskjal 609 [264. mál] nefndarálit. Tekjuskattur og eignarskattur. 
  • Þingskjal 764 [412. mál] nefndarálit. Samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli. 
  • Þingskjal 925 [587. mál] þingmannafrumvarp. Lágmarkslaun. 
  • Þingskjal 952 [598. mál] þingmannatillaga. Sýslur. 
  • Þingskjal 1403 [542. mál] nefndarálit. Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.